Almenn ráðgjöf um stjórnun og stefnumótun

Við styðjum stjórnendur, teymi og stofnanir við að marka skýra stefnu, byggja upp trausta stjórnun og skapa vinnuumhverfi þar sem fólk nær árangri án þess að brenna út.

Fyrir hvern er þjónustan?

  • Stjórnendur í opinberum stofnunum og sveitarfélögum

  • Skólastjórnendur og teymi

  • Verkefnastjóra og stjórnendateymi í breytingaferli

Hvað felst í þjónustunni?

  • Stefnumótun og aðgerðaáætlanir

  • Greining á skipulagi, verkferlum og hlutverkum

  • Ráðgjöf um breytingastjórnun og innleiðingu nýrra verkefna

  • Handleiðsla stjórnenda og teymisvinna

  • Fundarstjórnun, vinnustofur og rýnihópar

Hvernig fer ferlið fram?

  1. Stutt þarfagreining – við förum yfir stöðuna, verkefnin og væntingar.

  2. Gagnasöfnun – viðtöl, skjöl, kannanir eftir þörfum.

  3. Stefna og aðgerðalína – skýr vegvísir með ábyrgð, tímalínu og árangursviðmiðum.

  4. Innleiðing og stuðningur – ráðgjöf, vinnustofur og regluleg eftirfylgd.

Dæmi um viðfangsefni

  • Nýtt skipurit og hlutverkaskipting innan stofnunar

  • Innleiðing þjónustu við nýja markhópa

  • Endurskoðun stefnu og gæðakerfis

  • Þróun árangursmælikvarða og eftirlits

Hafa samband

Ertu fastur í viðbragðsstjórnun í stað þess að horfa fram á veginn? Við hjálpum þér að skerpa á stefnunni og forgangsraða kjarnaverkefnum. Hafðu samband!