Sérfræðingar hjá CURA et Progressus ráðgjöf

Friðþjófur Helgi Karlsson

Friðþjófur Helgi er uppeldis- og menntunarfræðingur (M.Ed., B.Ed). með áratuga reynslu sem kennari og skólastjórnandi á grunnskólastigi.

Friðþjófur er með sérhæfingu í stjórnun breytinga og innleiðingu þeirra. Hann hefur einnig sótt sér menntun í fræðum faglegrar verkefnastjórnunar.

Hann hefur komið að fjölmörgum verkefnum er lúta að stefnumörkun í mennta- og samfélagsmálum.

Friðþjófur Helgi hefur mikla reynslu á sviði stjórnunar og innleiðingu breytinga sem stjórnandi í grunnskólum síðustu 25 ár, lengst af sem skólastjóri. Hann hefur einnig víðtæka þekkingu á sveitarstjórnarmálum sem varabæjarfulltrúi og síðar bæjarfulltrúi í Hafnarfirði á árunum 2014 - 2022 og öðlast með því víðtæka þekkingu á sveitarstjórnarmálum. Sú þátttaka ásamt langri reynslu af stjórnun hjá hinu opinbera hefur veitt honum mikilvæga innsýn í störf á flestum sviðum stjórnsýslunnar.

Friðþjófur Helgi hefur veitt forystu fjölmörgum nýsköpunarverkefnum á sviði skóla- og samfélagsmála síðustu áratugi og stuðlað að farsælli innleiðingu þeirra breytinga sem í þeim fólust.

Friðþjófur Helgi er 53 ára fjölskyldumaður búsettur í Reykjanesbæ. Hann á þrjú börn og þrjú stjúpbörn ásamt fjórum afabörnum. Eiginkona hans er Laufey Bjarnadóttir, uppeldis- og fjölskyldufræðingur.

Laufey Bjarnadóttir

Laufey er fjölskyldufræðingur og PMTO meðferðaraðili sem hefur mikla reynslu af ráðgjafar- og meðferðarvinnu með börnum og fjölskyldum. Hún er með B.ed. gráðu í leikskólakennarafræðum, B.A. gráðu í félagsráðgjöf og hefur lokið framhaldsnámi í fjölskylduráðgjöf. Hún hefur einnig lokið námi sem PMTO meðferðaraðili og SES ráðgjafi (Samvinna eftir skilnað).

Hún starfaði í nokkur ár sem ráðgjafi í barnavernd og síðar sem verkefnisstjóri og uppeldisráðgjafi Birtunnar hjá Reykjanesbæ þar sem hún vann með foreldrum barna með mikinn hegðunarvanda. Hún vann þar einnig með fjölskyldum sem glímdu við mikinn samskiptavanda hvort sem það var á milli foreldranna sjálfra og/eða á milli foreldrana og barna þeirra. Hún hefur einnig reynslu af því að starfa sem nemendaráðgjafi í grunnskóla.

Hún hefur mikla reynslu og þekkingu af vinnu á grundvelli nýrra farsældarlaga. Á þeim grunni býður hún m.a. einnig upp á ráðgjöf í tengslum við vinnu opinberra stofnana á grunni farsældar barna.

Laufey er 50 ára fjölskyldukona búsett í Reykjanesbæ. Hún á þrjú börn og þrjú stjúpbörn ásamt fjórum ömmubörnum. Eiginmaður hennar er Friðþjófur Helgi Karlsson uppeldis- og menntunarfræðingur og fv. skólastjóri og bæjarfulltrúi.