Félagsleg nýsköpun og samfélagsþróun

Cura Progressus tekur þátt í verkefnum sem styrkja lífsgæði, jöfnuð og þátttöku íbúa. Við hjálpum sveitarfélögum, stofnunum og félagasamtökum að þróa lausnir með fólki – ekki bara fyrir það.

Fyrir hvern er þjónustan?

  • Sveitarfélög sem vilja efla þjónustu við börn, fjölskyldur og innflytjendur

  • Félagasamtök og grasrótarhópa

  • Þverfagleg verkefni á sviði velferðar, menntunar og lýðræðisþátttöku

Hvað felst í þjónustunni?

  • Hönnun og undirbúningur þróunarverkefna

  • Samráð við íbúa, notendur og hagsmunaaðila

  • Verkefnastjórnun og eftirfylgd

  • Mat á árangri og ábendingar um framhald

  • Ráðgjöf um styrkumsóknir og samstarf

Hvernig fer ferlið fram?

  1. Hugmyndamótun – Við breytum hugmynd í skýra stefnu og aðgerðir.

  2. Undirbúningur – Við skipuleggjum samráð og hönnum ferlið frá A til Ö.

  3. Framkvæmd – Við stýrum verkefninu með vinnustofum og reglulegri upplýsingagjöf.

  4. Uppskera – Við metum árangurinn, skrásetjum reynsluna og miðlum niðurstöðum.

Dæmi um viðfangsefni

  • Stuðningur við aðlögun og inngildingu fólks af erlendum uppruna.

  • Efling lýðræðisvitundar og raunveruleg hlutdeild barna í ákvarðanatöku.

  • Samstillt átak skóla, félagasamtaka og yfirvalda til eflingar geðræktar og forvarna.

Hafa samband

Eigið þið hugmynd sem getur haft jákvæð samfélagsleg áhrif en vantar liðstyrk til að hrinda henni í framkvæmd?
Við sérhæfum okkur í að breyta góðum hugmyndum í raunveruleg verkefni. Heyrðu í okkur og við komum hlutunum af stað!