• Menntamál og skólaþróun

    Cura Progressus veitir faglega menntaráðgjöf og styður markvissa þróun skólastarfs.
    Við leiðum breytingastjórnun, fínstillum ferla og framkvæmum úttektir og gæðamat.
    Við vinnum með skólastjórnendum, sveitarfélögum og stofnunum að skýrri stefnu og framkvæmdaáætlun sem aðlagar starfsemi að nýjum kröfum.
    Markmið okkar er að styðja skólasamfélög til að vaxa, læra og þróast í takt við þarfir nemenda og samfélags.

  • Uppeldis- og fjölskylduráðgjöf

    Cura Progressus veitir uppeldisráðgjöf og fræðslu fyrir heilbrigt fjölskyldulíf.
    Við styðjum fjölskyldur, skóla og sveitarfélög með hagnýtri ráðgjöf og markvissum námskeiðum byggðum á nýjustu rannsóknum.
    Þjónustan nær yfir uppeldis- og fjölskylduráðgjöf, foreldranámskeið og sértæka ráðgjöf inn í skólastarf.
    Nálgunin er styrkleikamiðuð og samvinnudrifin með markmið um öruggt, styðjandi umhverfi og sýnilegan árangur fyrir börn og foreldra.

  • Almenn stjórnunarráðgjöf

    Cura Progressus veitir sérhæfða stjórnunarráðgjöf fyrir opinbera aðila og einkageirann, byggða á klassískum kenningum og nýjustu nálgunum í breytingastjórnun.
    Við vinnum lausnamiðað, mannmiðið og í traustri samvinnu þar sem skýr markmið og vönduð framkvæmd tryggja árangur.
    Með umhyggju og alúð styðjum við leiðtogateymi í umbreytingum og færum áætlanir í verki.

  • Félagsleg nýsköpun og samfélagsþróun

    Cura Progressus vinnur að verkefnum sem efla mannlíf, samheldni og sjálfbærni í samfélaginu.
    Við styðjum sveitarfélög, stofnanir og félagasamtök í að þróa lausnir sem stuðla að virkni, jafnrétti og þátttöku allra.
    Áhersla er lögð á rannsóknir, samráð og manneskjulega nálgun þar sem traust og nýsköpun eru í forgrunni.

Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum